Hér getur þú fylgst með þeim verkefnum sem ég er,
eða hef verið, að vinna í áfanganum tölvustudd framleiðsla.
Um námskeiðið - UGLA
Markmið námskeiðsins er að gera nemendum fært að gera sér skipulega mynd af mismunandi framleiðsluferlum, mismunandi efnum, velja ferla fyrir mismunandi verkefni og átta sig á kostum og göllum við hvern feril. Tekin er fyrir framleiðsla úr hráefni að endanlegum hlutum með mismunandi ferlum s.s. steypu, völsunar, útpressun, vélvinnslu og skurðar. Tengingar hluta í samsetningar með varanlegum og óvaranlegum aðferðum eru útskýrðar ásamt meðhöndlun yfirborðs til styrkingar og varnar gagnvart umhverfi. Helstu frumgerðartækni eru útskýrð og nýting þeirra í hönnun nýrra hluta. Verklegur hluti námskeiðsins hermir þessa framleiðsluferla og tengir námsefnið við raunverulega framleiðslu hluta úr málmum eða plasti.
Verkefni 1
Verkefni 1 gekk út á það að búa til vefsíðu til þess að hýsa mitt vinnuframlag. Velja átti HTML sniðmát fyrir heimasíðuna og skipuleggja hana með upplýsingum um mig og mína ferilskrá. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að sjá hvernig verkefnið gekk.
Verkefni 2
Verkefni 2 - Tölvustuddur skurður, gekk út á að gera eitt verkefni í vínylskera, athuga kerf á laserskera og búa svo til pressfit model fyrir laserskerann. Smelltu á meira hér að neðan ef þú vilt sjá hvernig það fór!
Verkefni 3
Í verkefni 3 áttum við að Prófa 3D prentara, skanna hlut í 3D og svo hanna hlut í 3D. Mörg misunandi spennandi verkefni voru gerð, smelltu á meira til að sjá mitt!
Lokaverkefni
Í Lokaverkefninu áttum við að nota Shop Bot til að fræsa hlut og skrásetja einnig verkefnastjórnun. Smelltu á meira til að sjá verkefnið.