Hér getur þú séð önnur verkefni og efni sem ég hef gert á seinustu árum.
Aukaæfingin ehf.
Árið 2021, í COVID, stofnuðum ég og Hallgrímur Jónasson fyrirtæki sem aðstoðaði unga knattspyrnuiðkendur við að æfa sig aukalega heima til þess að bæta sig. Fyrir utan það að senda æfingar á iðkendur hefur Aukaæfingin líka haldið fyrirlestra um hugarfar og næringu fyrir iðkendur, þjálfara og foreldra á landinu. Smelltu á hnappinn ef þú vilt skoða heimasíðu Aukaæfingarinnar.
SPICEMAN - Breaking records (Væntanlegur á GitHub)
Seinasta árið mitt í Menntaskólanum á Akureyri gerði ég tölvuleik sem tileinkaður er góðum vini mínum og tónlistarmanni, Spiceman. Leikurinn snérist um ævintýri Spiceman sem þarf að brjóta plötur til þess að komast áfram um borð. Leikurinn er væntanlegur á næstu mánuðum inn á GitHub en höfundur þarf að finna ákveðna tölvu til þess að finna kóðann.
Lestarstöð Dalvíkurbyggðar
Á fyrsta ári fórum við í áfangann, Tölvuteikning og framsetning, þar sem gerð voru mörg verkefni! Það verkefni sem stóð upp úr var Hönnunarverkefni 2, en þar hjálpuðumst við Þorsteinn Örn Friðriksson að við að hanna lestarstöð fyrir okkar heimabæjarfélag. Þetta mun ólíklega rísa á næstu árum en engu að síður þótti okkur þetta gríðarlega skemmtilegt verkefni. Þú getur smellt á hnappinn til að lesa skýrsluna um verkefnið.
Netfangið mitt
smh40@hi.isSímanúmer
+354 897-1637Heimilisfang
Holtagerði 8Húsavík, 640
Ísland