Verkefni 3 - 3D prentun og 3D skönnun
HLUTI I - 3D Skönnun
Lýsingin á þessum hluta verkefnisins var einstaklega einföld of bauð upp á mikið frelsi í framkvæmd: 3D Skannaðu einhvern hlut, t.d. með photogrammetríu. Sýndu framvinduna á heimasíðunni þinni.
Ég ákvað að nota Polycam appið fyrir iphone til þess að skanna beyglaða PepsiMax dós, ég tók um það bil 100 myndir af hlutnum frá öllum hliðum og sendi svo stl skrána í Fusion þar sem ég gat opnað hana. Skráin kom svona út, beyglurnar komu með svo það náðist mjög að taka flesta fítusa með en þegar grunnurinn er svartur á myndavélin erfitt með að greina dýpt hlutarinns svo það komu nokkrar beyglur sem eru ekki á raunverulegu dósinni. (Passaðu að færa hlutinn til að sjá betur)
Hluti II - Prófun á prentara
Ég var búinn að ákveða hvernig verkefni ég ætlaði að gera svo það var fínt að prófa prentarann á prototýpu af þeim hlut, hann er lítill svo ekki mikið efni fór úrskeiðis. Hér fyrir neðan koma myndir af því hvernig hluturinn átti að líta út og svo hvernig hann kom út eftir prufuprentun.
Eins og sést á myndunum átti prentarinn erfitt með að prenta út svona mjóan topp á spinnerinn svo ákveðið var að hafa efsta flötinn flatan. Einnig má sjá að botnflöturinn sem á að vera í snertingu við jörðina kom út ójafn þar sem support efnið skemmdi aðeins flötinn. Því var einnig ákveðið að prenta skyldi spinnerinn á hvolfi svo sá flötur sem þarf að heppnast geti verið síðastur. En meira um spinnerinn hér fyrir neðan
Hluti III - 3D Prentun á hlut
Lýsingin á þessum hluta verkefnisins var eftirfarandi: Hannaðu módel fyrir 3D prentun sem ekki væri hægt að framkvæma með frádráttar framleiðslu (addative vs subtractive). Prentaðu hlutinn (max 100g af plasti skv. slicer).
Hugmyndavinna og innblástur
Markmiðið var að gera eitthvað sem væri skemmtilegt og þyrfti mögulega bætingar eftir prófun. Pælingin sem kom fyrst upp var að gera eitthvað til að leika sér með í höndunum og fékk ég þá hugmynd að endurhanna Inception, Totem spinnerinn. Án þess að spoila myndinni skiptir miklu máli hversu lengi spinnerinn snýst svo markmiðið var að fá hann til að snúast sem lengst. Hér fyrir neðan má sjá mynd af hönnuninni í Inception.
Hönnun
Farið var í að hanna hlutinn í Autodesk Fusion. Hluturinn er nokkuð einfaldur svo það þurft bara að búa til grunnsketch sem hægt væri að revolva um 360 gráður. Mistök úr prófuninni voru nýtt til að bæta hönnunina. Sléttum toppur og minni sveig var bætt við, Hluturinn er holur að innan en að mínu mati var neðri hlutinn á spinnernum ekki alveg nógu þungur svo nýja prentunin mun hafa pásu í miðju prenti þar sem hægt verður að setja járnkúlur inn í spinnerinn.
Þrátt fryrir að hafa mistekist í prentun snérist prufuhönnunin í 20 sekúndur, hún var að vísu ekki stabíl og vildi fara út um allt en gat þó náð 20 sekúndum. Því vonast ég til að bætingarnar á hönnuninni séu í raun bætingar þar sem aðalmarkmiðið er að hluturinn snúist sem lengst.
Undirbúningur fyrir prentun
Til þess að prenta hlutinn notaðist ég við PrusaSlicer og fór eftir YouTube myndbandi til þess að læra að prenta út. Ég notaði einnig 10% infill, en einnig er hægt að sjá hvaða stillingar ég notaði á myndinni hér að neðan.
Prentun
Ég snéri spinnernum þannig að hann prentaðist á hvolfi en hér fyrir neðan getur þú séð hvernig þetta þróaðist. Prentunin tók rúmlega 2 klst en hún pásaðist eftir 1,7 klst til þess að ég gæti hellt járnkúlunum ofan í.
Því miður voru endurbætingarnar ekki nógu góðar og má segja að nýju spinnerinn hafi underperformað þokkalega. Fyrsti "misheppnaði" spinnerinn gat snúist í 20 sekúndur en nýju spinnerinn nær aðeins 10.
Ef bornar eru saman hannanir á 1 og 2 má sjá að meira efni er fyrir ofan miðju á spinner 2. Það var gert svo hægt væri að setja járnkúlurnar inn í spinnerinn og þyngja hann en það kostaði jafnvægi í snúningum og sýndi þetta mér að mikilvægara væri að hafa toppinn mjóan heldur en botninn þungan.
Allt er þegar þrennt er!
Þriðja og síðasta tilraunin fékk að fljóta með þar sem Hafliði gaf grænt ljós á að efni sem lýsir í myrkri væri notað í spinner. Hér má sjá seinustu hönnunina en þessi spinner tekur fyrstu hönnunina til fyrirmyndar að því leiti að efri hlutinn er mjög mjór. Hann tekur líka smá inspo frá seinni að því leiti að hann er bara holur fyrir ofan miðju. Þetta þýðir að spinnerinn er bæði mjór að ofan og þungur að neðan sem.Hættu að scrolla niður síðuna og giskaðu hversu lengi hann getur snúist! Kíktu svo neðst þegar þú ert komin með svar.
Hér fyrir ofan getur þú séð þriðju hönnunina og svo hér fyrir neðan sést Glow in the dark spinnerinn in action! Dramatíska tónlistin í Greys þættinum hjá kærustunni passar vel í undirspilinu.
Þessi hönnun nær 40 sekúndum auðveldlega!
Linkur á hönnunarskjöl
HLUTI III - Vinnutímar
Nr. | Lýsing | Klukkutímar |
---|---|---|
1 | Læra á tæki og forrit (Myndbönd og í persónu) | 1 |
2 | Hönnun á hlutnum og bætingar í fusion | 1,5 |
3 | Hugmyndavinna (Ákvörðun á verkefni og pælingar) | 0,5 |
4 | Vinna í Polycam og PrusaSlicer | 0,5 |
5 | Framkvæmd og vinna á verkefnum | 2,5 |
6 | Heimasíða | 2,5 |
7 | Prufa | 2 |
7 | Leika með spinner | 0,5 |
8 | Tilraun 3 | 1 |
12 klst |
Netfangið mitt
smh40@hi.isSímanúmer
+354 897-1637Heimilisfang
Holtagerði 8Húsavík, 640
Ísland