VERKEFNI 1 - Að búa til vefsíðu og notkun á git

HLUTI I - Undirbúningur

Fyrsta sem ég gerði þegar ég heyrði hvernig verkefnið átti að vera var að byrja að fikta með HTML í VS code þar sem ég var nú þegar með það forrit. Þar sem ég missti af fyrirlestrinum sem fór yfir hvernig verkefnið átti að vera ákvað ég að best væri kannski að horfa fyrst á hann svo ég væri betur undirbúinn. Eftir það ákvað ég að sækja Brackets af netinu og Git í gegnum Homebrew til að halda betur utan um síðuna.

Ég gerði nýtt repository á GitHub, sem ég kallaði sveinnmargeir.github.io, en þú getur smellt HÉR!!!! til að fara inn á það. Þegar repository-ið var klárt fór ég að prófa að setja þar inn mismunandi template af netinu, bæði til þess að sjá hvernig kerfið virkaði og líka til að sjá hvernig síður hægt væri að setja inn. Þá komst ég að því að bæði væri auðveldara að setja upp síður sem væru með færri flókna eiginleika, en líka bara að það var einhvernveginn miklu auðveldara að skoða síðuna sem notandi þegar viðmótið var einfalt.

HLUTI II - Hönnun vefsíðu

Þær hönnunarforsendur sem mér þótti skipta mestu máli voru.

  • Þægilegt og einfalt notendaviðmót
  • Flott letur og hnappar.
  • Snyrtilegur HTML kóði.
  • Fleiri síðumöguleikar, ekki ein löng "heimasíða".
  • "HEIM" takki til að finna undirsíður og einnig að það sé hægt gengum homepage.

Með þetta í huga fór ég að leita að HTML sniðmáti sem var eitthvað í þá átt sem ég hafði hugsað mér og endaði á að velja FORTY af HTML5 UP eftir virklilega margar mínútur. Ég prófaði fullt af öðrum sniðmátum en ég tók á endanum ákvörðun um að velja þetta þar sem það bauð einfaldlega upp á skemmtilegustu uppsetninguna að mínu mati, það var líka hægt að fara allskonar leiðir til að gera síðuna eftir sínum þörfum án þess að þurfa þó að eyða miklum tíma í að gera fítusa frá grunni.

Grunnvinna

Fyrsta mál á dagskrá var að gera heim síðuna. Ég breytti header eftir þörfum og gerði heimaskjáinn eins og ég vildi hafa hann. Á heimaskjáinn setti ég svo þær myndir sem ég vildi hafa í bakgrunni á hverjum og einum stað en lenti oft í því að þær vildu ekki passa eins og ég vildi, það eru örugglega til fullt af leiðum til að leysa það en ég notaði Image Resizer vefsíðuna til þess að stækka og minnka myndirnar.

Eftir það fór ég svo að vinna í footernum og svæðinu þar sem hægt er að hafa samband við mig. Ég breytti kóðanum og notaði "mailto:" skipunina svo að notandi gæti haft samband beint frá heimasíðunni og á netfangið mitt.


        <!-- Contact -->
        <section id="contact">
            <div class="inner">
                <section>
                    <form method="post" action="mailto:smh40@hi.is">
                        <div class="fields">
                            <div class="field half">
                                <label for="name">Nafn</label>
                                <input type="text" name="name" id="name" />
                            </div>
                            ....
    

Þegar ég var orðinn sáttur með Header, Footer, Heim(takkann) og Contact svæðið afritaði ég hvert og eitt og límdi svo á allar hinar síðurnar, þar sem allar síðurnar eiga að hafa það eins. Eftir þetta var grunnvinnan að mestu leiti klár.

Ferilskrá

Eftir að hafa eytt smá tíma í að setja upp heimasíðuna fór ég að vinna í ferilskránni sjálfri. Að mínu mati á ferilskrá að vera einföld og hnitmiðuð svo ég reyndi að gera hana svipaða og mína raunverulegu ferilskrá. Það sem skipti mig líka miklu máli var að hægt væri að sækja ferilskrána mína á PDF formi af síðunni svo ég bjó til takka sem gerði nákvæmlega það með eftirfarandi skipun.


<ul class="actions">
    <li><a href="Verkefni1.pdf" class="button" download="ferilskra.pdf">Sækja ferilskrá á PDF</a></li>
</ul>
                

HLUTI III - Það sem ég vill fá úr áfanganum

Eftir að hafa klárað þennan áfanga vonast ég til þess að hafa góða vitneskju í þeim viðfangsefnum sem kennsluáætlunin nefnist á að verði kennd:

  • Geislaskurður
  • 3D prentun og skönnun
  • Hönnunarforritun
  • Fræsing og mótagerð
  • Ofl

Það sem ég líka eftir að fá úr áfanganum er góð hugmynd að lokaverkefni, ef hugmyndin er góð og ég hef mikinn áhuga á henni veit ég að ég mun verja ótaltímum í það og læra á þeim tíma mjög mikið. Ég vonast til að geta fundið lokaverkefni sem hefur raunverulegt gildi fyrir mig í mínu hversdagslega lífi þar sem þá eru mestar líkur á að það verði skemmtilegt og metnaðarfullt!

HLUTI IV - Hlaðið upp á GitHub

Eftir að hafa skrifað þennan texta hlóð ég loks síðunni upp á Github Repositoryið mitt Þrátt fyrir að hafa verið búinn að hlaða niður og setja upp Git í tölvuna þá var bara svo svakalega fljótlegt fyrir mig að draga síðuna og allt sem fylgdi henni í einu lagi yfir á GitHub gluggann.

Leiðist þér?... Spilaðu Snake!

Það er vel skiljanlegt að nenna ekki að lesa allan þennan texta. Ég var sjálfur orðinn aðeins þreyttur á að skrifa þetta svo ég hugsaði ,,Hvað vantar á síðuna?" því gerði ég okkur greiða og setti upp Snake leikinn til að þú getir tekið þér pásu á að lesa. Smelltu HÉR til þess að spila leikinn. Kóðinn fyrir leikinn var fenginn hjá KT_Zheng á GitHub.

Netfangið mitt

smh40@hi.is

Símanúmer

+354 897-1637

Heimilisfang

Holtagerði 8
Húsavík, 640
Ísland